Um Central Pay

Central Pay hefur tryggt sér leyfi til að bjóða greiðslulausnir fyrir AliPay og WeChat Pay á Íslandi, en um er að ræða tvær langstærstu stafrænu greiðslulausnir á kínverskum markaði.

Notkunin er sáraeinföld bæði fyrir söluaðila og viðskiptavini, en um er að ræða skönnun á QR kóða í síma viðskiptavinarins sem færir greiðslu af reikningi hans til söluaðila. Sjá allar greiðslulausnir Central Pay hér.

Mikil fjölgun ferðamanna frá Kína

Á árinu 2018 heimsóttu um 100 þúsund kínverskir ferðamenn Ísland og fyrirséð er að fjöldi þeirra muni aukast enn frekar á næstu árum. AliPay og WeChat Pay gefa íslenskum söluaðilum því möguleika á að bjóða sístækkandi hópi ferðamanna frá Kína upp á stafrænar greiðslulausnir sem Kínverjar þekkja og nota daglega í heimalandinu.

Áhrif þess að bjóða svo vel þekktar greiðslulausnir eru ótvíræð.

Markaðssetning í Kína

Central Pay aðstoðar söluaðila einnig við að nýta markaðslausnir AliPay og WeChat til auglýsinga og markaðssetningar beint til kínverskra ferðamanna sem hyggja á Íslandsferð eða eru komnir til landsins. Innifalin er skráning á AliPay með upplýsingum um fyrirtækið, vörur og þjónustu auk tilboðspassa á kínversku og geta söluaðilar þannig nýtt einstakt tækifæri til markaðssetningar á einfaldan hátt.

Central Pay er markaðs- og þjónustuaðili fyrir AliPay og WeChat Pay á Íslandi.