Verðmætir viðskiptavinir

Ferðamenn frá Kína eru í flestum tilfellum vel stæðir einstaklingar og kaupgeta þeirra almennt mikil. Alþjóðlegar kannanir sýna að Kínverjar eyði að jafnaði 5 sinnum hærri fjárhæðum á ferðalögum sínum en Bretar og 3 sinnum meira en Bandaríkjamenn. Með Alipay og WeChat Pay eykst kaupgeta þeirra enn meira en þegar þeir geta einungis greitt með kortum og reiðufé. Söluaðilar sem bjóða uppá Alipay og WeChat Pay greiðslur hafa því forskot gagnvart keppninautum í sölu til kínverskra ferðamanna. Kínverjar velja frekar söluaðila sem býður uppá Alipay og WeChat Pay greiðslur en samkeppnisaðilann sem býður einungis uppá hefðbundin kort eða reiðufé.

Margir kannast við það að þegar við á Vesturlöndum förum til Kína þá virkar ekki að treysta á kreditkortin. Í flestum tilvikum þarf að taka út reiðufé fyrir ferðalagið. Sama gildir fyrir Kínverja sem ferðast til Vesturlanda. Fæstir nota kreditkort og það er ástæðan fyrir því að greitt er yfirleitt með reiðufé á Íslandi. Heimafyrir nota Kínverjar að langmestu leyti Alipay og WeChat pay og því er vaxandi krafa hjá kínverskum ferðamönnum að geta notað þær greiðsluleiðir sem þeir eru vanir til að greiða fyrir vörur og þjónustu á ferðalögum.

Screen Shot 2019-01-02 at 10.59.28 AM.png

*Símgreiðslur í Kína eftir greiðsluleið Q1 2017