+ Hvað er Central Pay?

Central Pay er fyrirtæki stofnað 2018 með þeim tilgangi að hjálpa íslenskum fyrirtækjum að auka sölu og sýnileika gagnvart kínverskum ferðamönnum. Central Pay býður söluaðilum upp á greiðslulausnir og markaðsþjónustu í gegnum Alipay og WeChat Pay.

+ Hvað er WeChat og Alipay?

WeChat og AliPay eru tvö stærstu snjallforrit Kína. WeChat er samfélagsmiðill með yfir milljarð notenda og Alipay er fjármálaforrit með 700 milljónir notenda. Samtals fara um 90% af öllum símgreiðslum Kínverja í gegnum þessi tvö snjallforrit.

WeChat Pay er greiðsluþjónusta sem er hluti af og innbyggð í vinsælasta samfélagsmiðil Kína, WeChat. Áætlað að yfir milljarður manna séu virkir notendur á WeChat sem gerir hann að einum vinsælasta samfélagsmiðli í heimi. Þar sem notkun vestrænna samfélagsmiðla tíðkast ekki í Kína hefur verið haft á orði að WeChat sameini Facebook, Instagram og WhatsApp og bjóði að auki upp á greiðslulausn. Vöxtur WeChat Pay hefur verið ævintýralegur á undanförnum árum og er áætlað að greiðslulausnin sé nú sá mest notaða í verslunum og þjónustustöðum í Kína. Samspil samfélagsmiðils og greiðsluþjónustu skapar seljendum einstakt tækifæri við að ná til viðskiptavina, rækta samband við þá og ná til vina þeirra á WeChat. Ein vinsælasta leiðin til þess eru sérsniðin WeChat-öpp, m.a. þau sem kölluð eru smásíður (e. mini-program). Á smásíðu fyrirtækis í WeChat getur viðskiptavinur keypt vöru eða þjónustu með einum hnappi og nýtt sér tilboð. Við komuna til landsins getur smásíðan aðstoðað viðskiptavininn við að finna verslun eða þjónustustað. Við kaup getur viðskiptavinurinn vakið athygli vina og vandamanna á vöru eða þjónustu með tengingu á smásíðu fyrirtækisins. Þegar heim er komið getur viðskiptavinurinn enn tengst verslun eða þjónustuaðila í gegnum smásíðuna. Þannig geta skapast möguleikar til margföldunar á sölu og má segja að tækifæri fyrir seljendur séu óþrjótandi.

Alipay er greiðsluþjónusta sem allt frá árinu 2004 hefur verið þróuð innan samstæðu Alibaba, eins stærsta fyrirtækis heims á sviði netviðskipta. Alipay hafði lengi vel yfirburðastöðu í greiðslulausnum í Kína en hefur á síðari árum mætt harðri samkeppni frá WeChat Pay. Alipay er enn mest notað við kaup á netinu í Kína og er jafnframt vinsæl greiðslulausn í hvers kyns viðskiptum. Þegar greiðslulausnin er komin upp mun Central Pay sjá til þess að fyrirtækið fái formlega síðu (e. profile) á Alipay. Alipay býður upp á margskonar samskiptaleiðir til þess að ná til viðskiptavina og auglýsa vörur og þjónustu, meðal annars með afsláttarmiðum og öðru markaðsefni. Slík tilboð geta t.d. verið tengd því að viðkomandi sé í grennd við Alipay söluaðila. Með þessum hætti geta fyrirtæki vakið athygli á vörum sínum eða þjónustu, hvort sem er með ljósmyndum eða hreyfimyndum, sett inn leiðbeiningar um staðsetningu sína og aðrar upplýsingar. Alipay hentar einnig vel fyrir fyrirtæki sem selja vörur sínar á netinu.

+ Afhverju ætti ég að auglýsa til kínverskra ferðamanna?

Kínverskum ferðamönnum fjölgast hvað hraðast á Íslandi um þessar mundir. Alþjóðlegar kannanir benda til þess að kínverskir ferðamenn eyði að jafnaði þrefalt meira en Bandaríkjamenn og fimmfalt meira en Bretar á ferðalögum sínum. Áhugi þeirra á upplifunum og framandi slóðum fram yfir dýrar merkjavörur fer vaxandi. Ísland hefur því orðið einn af drauma-áfangastöðum kínverskra ferðamanna. Þá telja sérfræðingar að gott gengi strákanna okkar í fótboltalandsliðinu hafi sett Ísland ofarlega á lista Kínverja yfir mest spennandi staði til að heimsækja.

+ Hvað kostar að setja upp greiðslulausn?

Central Pay býður upp á fjölbreytt úrval af greiðslulausnum og markaðsþjónustu. Tæmandi lista yfir þjónustur Central Pay má finna hér. Uppsetningargjald á öllum okkar greiðslulausnum er fast gjald upp á €250. Eftir að greiðslulausn hefur verið sett upp er tekin þóknun af hverri greiðslu sem fer alfarið eftir veltu og stærð fyrirtækis. Hægt er að velja milli mánaðarlegs eða vikulegs uppgjörs.

+ Hvað er innifalið í grunnþjónustu Central Pay?

Innifalið í þjónustu Central Pay er færsluhirðing, tækniaðstoð, uppsetning á kínverskum markaðstólum og margt fleira. Við hjálpum þér að auka sölu og bæta sýnileika til þessa ört vaxandi ferðamannahóps með því að setja upp réttar greiðslulausnir og markaðssetja á réttum miðlum.

+ Þarf ég að láta þýða allt yfir á kínversku?

Ef þú ert að selja vörur eða þjónustu á netinu þá mælum við sterklega með því að þýða þína vefsíðu yfir á kínversku. Það hjálpar viðskiptavinum töluvert að skilja hvað þau eru að kaupa og því er tekið sem merki um virðingu í garð þeirra. Ef þú ert með verslun, þjónustu eða veitingastað þá mælum við sterklega með því að setja upp límmiða í glugga eða í afgreiðslu sem sýnir augljóslega að þín verslun eða þjónusta bjóði upp á WeChat og Alipay greiðslulausnir. Central Pay útvegar límmiða, spjöld og standa.